Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Pælingar um stjórnun

Ég hef verið í rosalegu dabate við sjálfan mig síðustu daga um hvernig ríkisstjórn ætti almennt að haga sér.  Þá er ég að meina hvort hún eigi að "fara eftir vilja fólksins" eða því sem "hún telur að sé best fyrir fólkið".  Í dag virðist fyrri kosturinn vera "inni".  Ég hallast hins vegar stöðugt meira að því að ríkisstjórn eigi frekar að fara eftir því sem hún telur best fyrir þjóðina heldur en vilja fólksins.  Vissulega væri langt best ef vilji fólksins og hvað ríkisstjórnin telur vera bestu leiðina en ef kemur til þess að þurfi að velja milli þessa tveggja kosta þá verður góð stjórn að fara eftir sannfæringu sinni, því til þess var hún kosin.

Ég vona bara innilega að ákveðnir stjórnmálaflokkar falli ekki í gryfju popúlismans og láti skoðunnarkannanir ráða ákvörðunartökum.  Á þessum tímum þurfum við sterka leiðtoga sem geta staðið fastir á sínu burtséð frá því hvað fjölmiðlar segja þjóðinni hvað henni finnst. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband