Nú er mér......

.....öllum lokið.

Á síðustu misserum hefur verið krafan að fá endurnýjun í íslensk stjórnmál.  Með þessu er Samfylkingin hreinlega að neita því að taka eina einustu ábyrgð á hruni íslensk efnahagslífs.  Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn er að "stokka upp" og það er virkilega frásögu færandi á sá gamli risi breiti einhverju inni hjá sér.  Ef samfylkingin kemst í stjórn eftir kosningar þá er Björgvin augljóst ráðherra efni og setur væntanlega heimsmet í tíma milli þess að einhver stjórnmálamaður segir af sér og kemst aftur í embætti.....enn eitt heimsmetið fyrir íslendinga.... frábært.

Samfylkingin er búin að mála skotmark á sig með þessu.

Svo lengi sem Þorgerður Katrín nær ekki góðu prófkjöri þá mun Sjálfstæðisflokkurinn nota þetta gegn þeim vægast sagt.

 


mbl.is Afsögnin skipti miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert að gera lítið úr kjósendum sem velja sér fólk á lista...

Jón Ingi Cæsarsson, 7.3.2009 kl. 20:55

2 identicon

Enda verður þetta til þess að engin utan Samfylkingar (og jafnvel ekki sumir samfylkingarmenn) muni kjósa Samfó í þessu kjördæmi. Ég held að þetta hafi verið slæmt fyrir Samfó. Verst að geta ekki séð dreifina á atkvæðunum í þessu prófkjöri. Ætli Selfyssingar og nærsveitamenn hafi ekki tekið a.m.k. einn þingmann af Samfylkingunni með þessu.

hunterinn (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:15

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Er ekki að gera lítið úr kjósendum, er að gera lítið úr flokknum fyrir að finna engann nýjan til þess að endurnýjun eigi sig stað.

Sigurður Sigurðsson, 7.3.2009 kl. 21:24

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Þeir hafa öllu gleymt, og fyrirgefið ruglið sem var í gangi, og svo er bara að halda áfram! (í ruglinu)

Hörður Einarsson, 7.3.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband