Íslensk stjórnmál

Íslensk stjórnmál virðast snúast um eitt.  Hvort þú sért með eða á móti Sjálfsstæðisflokknum.  Framsókn, Samfó og VG ætla sér greinilega að ganga saman til kosninganna og standa gegn "illa aflinu".  Mig grunar að kosninganar munu ekki snúast um nein málefni.... aðeins með hverjum þú heldur.... svona eins og í íþróttunum.  Auðvita styður maður "sína menn" í gegnum súrt og sætt.

Ég vona samt innilega að ég hafi rangt fyrir mér.


mbl.is Vill vera í vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Sammála, menn verða að halda sér við málefnin. En fjölmiðlar virðast lítinn áhuga hafa á þeim, þeim finnst greinilega miklu skemmtilegra að hjakka í sama farinu.

Jón Finnbogason, 5.3.2009 kl. 16:23

2 Smámynd: Bjarni Benedikt Gunnarsson

Þetta er mjög góður punktur og er umhugsunarefni. Samfylking hefur alltaf notað það sem aðalbaráttumál sitt að vera á móti Sjálfstæðisflokknum. Og nú er blómatíð hjá henni. Verst er, að flokkur sem situr í stjórn og er nánast stofnaður í kring um þá hugmynd að vera á móti flokki sem situr í stjórnarandstöðu, hann er ansi ráðalaus þegar skyndilega er ekki nóg að vera bara á móti...

En það sem mér finnst kannski allra verst, er að þeir sem hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn hingað til og gera það enn, eru alltíeinu margir komnir í sama farið og Samfylkingin, og þá er þetta orðið svona alveg eins og þú lýsir, snýst bara um það með hverjum maður heldur, og málefnin sjálf sitja á hakanum.

Bjarni Benedikt Gunnarsson, 5.3.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hef iðulega eftir efnahagshrunið mælt fyrir þjóðstjórn þar sem flokkast sameinast í stjórnun og vinstri jafnt sem hægri menn hafa sitt að segja í stjórnun landsins.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband