Jákvæð umfjöllun

Er það kannski ákveðið að láta eftirlaunalögin falla úr gildi á kjördag þannig að stjórnarflokkanir fái jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum á sama tíma og þjóðin kýs?.  Ég bara spyr
mbl.is Afnám eftirlaunalaga miðist við kjördag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pælingar um stjórnun

Ég hef verið í rosalegu dabate við sjálfan mig síðustu daga um hvernig ríkisstjórn ætti almennt að haga sér.  Þá er ég að meina hvort hún eigi að "fara eftir vilja fólksins" eða því sem "hún telur að sé best fyrir fólkið".  Í dag virðist fyrri kosturinn vera "inni".  Ég hallast hins vegar stöðugt meira að því að ríkisstjórn eigi frekar að fara eftir því sem hún telur best fyrir þjóðina heldur en vilja fólksins.  Vissulega væri langt best ef vilji fólksins og hvað ríkisstjórnin telur vera bestu leiðina en ef kemur til þess að þurfi að velja milli þessa tveggja kosta þá verður góð stjórn að fara eftir sannfæringu sinni, því til þess var hún kosin.

Ég vona bara innilega að ákveðnir stjórnmálaflokkar falli ekki í gryfju popúlismans og láti skoðunnarkannanir ráða ákvörðunartökum.  Á þessum tímum þurfum við sterka leiðtoga sem geta staðið fastir á sínu burtséð frá því hvað fjölmiðlar segja þjóðinni hvað henni finnst. 


Kemur ekki á óvart

Þegar ég var skiptinemi árið 2007 í Kaupmannahöfn fann maður vægast sagt fyrir kynþáttafordómum í garð útlendina.  Hatrið beintist aðalega að múslimum en maður fann að hinu sjáfskipuðu "hreinu danir" litu niður á flesta sem ekki þeir töldu dani.  Maður fann nú nokkrum sinnum að sumir einstaklingar voru jafnvel ekki sáttir við að færeyingar, grænlendingar eða íslendingar væru í Köben.  Ég vil taka það fram að þessi hópur sem ég er að tala um var frekar fámennur en nokkuð fyrirferðarmikill.  Ég man sérstaklega eftir því að einn kennara minna í skólanum sagði okkur að rasismi fyrirfinnst aðalega í dreifbýlinu, á stöðum þar sem nánast engir innflytjendur væru..........

........svona rasismi er náttúrulega ekkert annað nema fáránlegur en ég nenni ekki að rökstyðja, afhverju, svona seint að kvöldi og raun ætti ekki að þurfa þess.


mbl.is Hells Angels stæra sig af stuðningi almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband