Vinnulög

Ég var bara að spá hvort þetta standist lög í einstaka löndum ef til þessar hugmyndir verða að veruleika.  Að vera atvinnumaður í knattspyrnu hlýtur að lúta sömu lögmálum og aðrar atvinnur.  Ég held að það mundi teljast frekar vafasamt ef byggingafyrirtæki mættu aðeins ráða fimm útlendinga til vinnu.  Þetta minnir mig líka ónotalega á það þegar það voru kynþáttahöft í NBA á árum áður.  Þá máttu lið aðeins hafa þrjá blökkumenn í leikmannahópnum ef ég man rétt.

Spurning hvort það yrði stofnuð sér deild fyrir útlendinga í einstaka löndum eins og "negra-deildin" (negro-league) var í bandaríska hafnaboltanum snemma á síðustu lönd.

Persónulega finnst mér svona þjóðernishugmyndir vera skref afturábak. 


mbl.is Ferguson styður 6+5 regluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinnulöggjöfin getur staðið og ekki haft nein áhrif ef liðin koma sér bar saman um að tefla ekki fram meir en svo og svo mörgum leikmönnum. Gallinn við það væri að þegar lið væri í klemmu hvort það brjóti ekki bara slíkt samkomulag þar sem það er ekki lögbundið.

Engu að síður styð ég þessa hugmynd ef hægt er að koma henni í gagnið.

Gísli (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 18:32

2 identicon

Þetta ætti að standast vinnulöggjafir ef átt er við að lið megi aðeins tefla fram 5 útlendingum í leik, liðið mætti þá tæknilega séð hafa eins marga útlendinga í vinnu (á launum) en aðeins 5 þeirra í hverju byrjunarliði fyrir sig.

Það hafa verið svipaðar reglur sumstaðar.

Viddi (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:39

3 identicon

Margt í íþróttum sem ekki er í samræmi við almennan atvinnumarkað. Held að það myndi heldur ekki tíðkast ef smiðir hjá byggingarfyrirtæki mættu bara skipta um vinnu á sumrin eitthvað fram á haust og svo aftur í janúar en þess á milli yrðu þeir að vinna hjá sama fyrirtæki.

Palli P (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband